Norskir sjómenn fengu kjarnorkukafbát í netið

Kafbáturinn er um 115 metrar að lengd, vegur um 7.500 …
Kafbáturinn er um 115 metrar að lengd, vegur um 7.500 tonn og hefur burði til að ferja kjarnorkuvopn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bandarískur kafbátur lenti í fiskveiðineti norskra sjómanna við strendur Tromsø í norðurhluta Noregs.

„Það þýðir ekkert að kippa sér upp við þetta,“ segir sjómaðurinn Harald Engen í samtali við fréttastofu NRK.

Engen og skipverjar voru nýbúnir að leggja út net til lúðuveiða á 10,8 metra löngum strandveiðibát þegar bandaríski kafbáturinn USS Virginia flæktist í netinu.

Hefur burði til að ferja kjarnorkuvopn

Kafbáturinn er um 115 metrar að lengd, vegur um 7.500 tonn og hefur burði til að ferja kjarnorkuvopn.

Landhelgisgæsla Noregs aðstoðaði áhöfn kafbátsins við að losa sig úr flækjunni með því að klippa á net sjómannanna. 

Sem fyrr segir kveðst Engen ekki kippa sér upp við atvikið enda segir hann að um góða sögu sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert