Segja skemmdarverk unnin á sæstrengjum

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, í morgun.
Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, í morgun. AFP/Nicolas Tucat

Þjóðverjar telja að skemmdirnar sem urðu á tveimur sæstrengjum í Eystrasalti hafi orðið af völdum skemmdarverka.

Skemmdir á sæstrengjunum á milli Finnlands og Þýskalands annars vegar og Svíþjóðar og Litháens hins vegar eru „skýrt merki um að eitthvað er í gangi“, sagði Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands.

„Enginn trúir því að þessir sæstrengir hafi skemmst fyrir slysni,“ bætti hann við er hann fundaði með ráðherrum ESB í Brussel.

„Við verðum að segja, án þess að vita nákvæmlega hvaðan þetta kom, að þetta er blönduð aðgerð. Við verðum einnig að gera ráð fyrir því, án þess að vita það enn þá, að þetta hafi verið skemmdarverk,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka