Yfir 200 börn hafa verið drepin í Líbanon

Börn að leik í Líbanon.
Börn að leik í Líbanon. AFP

Talsmaður Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna seg­ir að yfir 200 börn hafi verið drep­in í Líb­anon á inn­an við tveim­ur mánuðum eft­ir að Ísra­el­ar hertu árás­ir sín­ar á His­bollah-sam­tök­in.

„Þrátt fyr­ir að meira en 200 börn hafi verið drep­in í Líb­anon á inn­an við tveim­ur mánuðum hef­ur óhugn­an­legt mynstur komið í ljós. Dauðsföll­um þeirra er mætt með tregðu frá þeim sem geta stöðvað þetta of­beldi,“ sagði James Elder, talsmaður Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNICEF, við frétta­menn.

Hann seg­ir að síðustu tvo mánuði hafi að meðaltali þrjú börn verið drep­in í Líb­anon á degi hverj­um og á annað þúsund hafi særst og hafi orðið fyr­ir áföll­um.

His­bollah-sam­tök­in hófu eld­flauga­árás­ir á Ísra­el í októ­ber á síðasta ári til stuðnings víga­sam­tök­un­um Ham­as á Gasa. Frá því í sept­em­ber síðastliðinn hafa Ísra­el­ar staðið fyr­ir um­fangs­mikl­um sprengju­her­ferðum í Líb­anon þar sem þeir hafa beint árás­um sín­um á vígi His­bollah.

Yf­ir­völd í Líb­anon segja að 3.500 hafi fallið í Líb­anon eft­ir að átök­in brut­ust út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert