Bandaríska sendiráðið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hefur varað við umfangsmikilli loftárás á borgina og hefur því verið lokað af þeim sökum.
Rússa hafa heitið því að bregðast við eftir að Úkraínumenn beittu í fyrsta sinn langdrægum bandarískum eldflaugum á rússneskri grundu.
„Bandaríska sendiráðið í Kænugarði hefur fengið upplýsingar um hugsanlega stóra loftárás þann 20. nóvember,“ sagði í færslu á vefsíðu sendiráðsins.
Þar kom fram að sendiráðið verði lokað og að starfsmenn þess muni leita skjóls.
„Bandaríska sendiráðið mælir með því að bandarískir ríkisborgarar verði tilbúnir til að leita skjóls án tafar ef loftvarnarflautur byrja að óma.“