Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant

Yoav Gallant og Benjamín Netanjahú.
Yoav Gallant og Benjamín Netanjahú. AFP

Dóm­ar­ar við Alþjóðaglæpa­dóm­stól­inn (ICC) hafa gefið út hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Yoav Gall­ant, fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra.

Einnig var gef­in út hand­töku­skip­an á hend­ur Mohammed Deif, ein­um af yf­ir­mönn­um Ham­as-sam­tak­anna, þó svo að ísra­elski her­inn hafi sagt að hann hafi fallið í loft­árás á Gasa í lok júlí.

Dóm­ar­ar við dóm­stól­inn telja þre­menn­ing­ana bera ábyrgð á meint­um stríðsglæp­um og glæp­um gegn mann­kyni í stríði Ísra­els og Ham­as. Bæði Ísra­el og Ham­as hafa vísað ásök­un­um á bug.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert