Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant

Yoav Gallant og Benjamín Netanjahú.
Yoav Gallant og Benjamín Netanjahú. AFP

Dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn (ICC) hafa gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra.

Einnig var gefin út handtökuskipan á hendur Mohammed Deif, einum af yfirmönnum Hamas-samtakanna, þó svo að ísraelski herinn hafi sagt að hann hafi fallið í loftárás á Gasa í lok júlí.

Dómarar við dómstólinn telja þremenningana bera ábyrgð á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni í stríði Ísraels og Hams. Bæði Ísrael og Hams hafa vísað ásökunum á bug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert