John Prescott er látinn

John Prescott.
John Prescott. AFP/Andy Buchanan

John Prescott, fyrrverandi varaforsætisráðherra Tonys Blair, er látinn, 86 ára gamall.

BBC greindi frá þessu. 

Prescott gegndi embættinu í tíu ár eftir sigur breska Verkamannaflokksins í kosningunum.

Prescott dvaldi á hjúkrunarheimili eftir að hann greindist með Alzheimer-sjúkdóminn, að því er kom fram í tilkynningu frá eiginkonu hans og tveimur sonum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert