Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé að nota Úkraínu sem vopnaprófunarsvæði og sakar Rússa um að hafa skotið langdrægu flugskeyti á land sitt. Flugskeyti sem getur borið kjarnavopn, sem reyndist ekki í þessu tilviki.

Sé það raunin er það fyrsta notkun slíks vopns í stríði Úkraínu og Rússlands og stigmagn á átökunum.

„Það er augljóst að Pútín notar Úkraínu sem tilraunasvæði,“ segir Selsnskí en langdræg flugskeyti eru hönnuð til að bera kjarnaodda og hafa að lágmarki 5.500 kílómetra drægni.

Sérfræðingar sem AFP-fréttastofan ræddi við segja augljóst að flugskeytið hafi ekki verið með kjarnorkuhleðslu sem bendir til að Rússar hafi skotið því vegna pólitískra áhrifa.

„Í dag hefur brjálaði nágranni okkar enn og aftur sýnt hver hann er í raun og veru og hvernig hann fyrirlítur reisn, frelsi og mannlíf almennt. Og hversu hræddur hann er,“ segir Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka