281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu

Viðbragðsaðilar í rústum skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu eftir loftárás …
Viðbragðsaðilar í rústum skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasasvæðinu eftir loftárás Ísraela fyrr í vikunni. Skólinn hefur verið notaður sem skjól í stríðinu. AFP/Eyad Baba

Alls hefur 281 hjálparstarfsmaður verið drepinn víðsvegar um heiminn á þessu ári, sem er það mannskæðasta þegar kemur að mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Fleiri hjálparstarfsmenn hafa verið drepnir en nokkru sinni fyrr. Tekið er á móti hugrekki þeirra og mannúð með byssukúlum og sprengjum,“ sagði Tom Fletcher.

„Grimmileg tímamót“

Þegar enn er eftir einn mánuður af árinu 2024 „hafa orðið grimmileg tímamót“, sagði hann en 280 hjálparstarfsmenn voru drepnir í 33 löndum í fyrra.

Alls hafa 333 hjálparstarfsmenn verið drepnir á Gasasvæðinu síðan stríðið þar hófst 7. október í fyrra. Flestir þeirra störfuðu á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem styður palestínska flóttamenn, UNRWA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert