18 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku í Hjallerup í Danmörku í mars.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um slasaðan einstakling seint að kvöldi í Hjallerup þann 11. mars. Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn fundu þeir alvarlega slasaða stúlku sem var úrskurðuð látinn skömmu síðar.
Stuttu síðar var 17 ára piltur handtekinn sem og 13 stúlka sem var síðar látin laus þar sem hún hafði ekkert með glæpinn að gera eftir rannsókn lögreglu.
Maðurinn er grunaður um að hafa myrt stúlkuna með nokkrum höfuðhöggum með krepptri hendi og múrsteini og þá er hann einnig sakaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn játaði alvarlegt ofbeldi sem leiddi til dauða stúlkunnar en ekki morð og þá hefur neitað sök um að hafa nauðgað fórnarlambinu.