Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum

Vladímir Pútín Rússlandsforseti.
Vladímir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur lofað fleiri til­rauna­skot­um meðaldrægra eld­flauga líkt og skotið var til Úkraínu í gær.

Þá seg­ir hann eng­in önn­ur lönd búa yfir eld­flaug­um eins og þeirri er Rúss­land skaut í gær en Pútín fundaði með leiðtog­um varn­ar­mála Rúss­lands í dag. 

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Hef­ur Pútín til­kynnt að eld­flauga­teg­und­in beri heitið Or­es­hnik og að hún fari 10 sinn­um hraðar en hljóðhraði. Þá sé ómögu­legt að stöðva hana sé henni skotið.

Sagði Pútín að þróun eld­flauga­varn­ar­kerf­is­ins væri mik­il­væg nú þegar Rúss­land sé að mæta nýj­um ógn­um.

Gæta hæft skot­mörk í 5.000 kíló­metra fjar­lægð

Þá til­kynnti hann að Rúss­land myndi nú hefja fjölda­fram­leiðslu á eld­flaug­un­um, sem geta borið kjarna­odda.

Talið er að eld­flaug­arn­ar gætu hæft skot­mörk í allt að 5.000 kíló­metra fjar­lægð sem myndi setja nán­ast alla Evr­ópu inn­an marka en Pútín hef­ur varað vest­ræn ríki við árás­um, út­vegi þau Úkraínu vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert