Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum

Vladímir Pútín Rússlandsforseti.
Vladímir Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lofað fleiri tilraunaskotum meðaldrægra eldflauga líkt og skotið var til Úkraínu í gær.

Þá segir hann engin önnur lönd búa yfir eldflaugum eins og þeirri er Rússland skaut í gær en Pútín fundaði með leiðtogum varnarmála Rússlands í dag. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Hefur Pútín tilkynnt að eldflaugategundin beri heitið Oreshnik og að hún fari 10 sinnum hraðar en hljóðhraði. Þá sé ómögulegt að stöðva hana sé henni skotið.

Sagði Pútín að þróun eldflaugavarnarkerfisins væri mikilvæg nú þegar Rússland sé að mæta nýjum ógnum.

Gæta hæft skotmörk í 5.000 kílómetra fjarlægð

Þá tilkynnti hann að Rússland myndi nú hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum, sem geta borið kjarnaodda.

Talið er að eldflaugarnar gætu hæft skotmörk í allt að 5.000 kílómetra fjarlægð sem myndi setja nánast alla Evrópu innan marka en Pútín hefur varað vestræn ríki við árásum, útvegi þau Úkraínu vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert