Segjast hafa drepið fimm vígamenn

Palestínumaður skoðar húsarústir í Beit Lahia í morgun.
Palestínumaður skoðar húsarústir í Beit Lahia í morgun. AFP

Ísraelsher segist hafa drepið fimm vígamenn úr röðum Hamas-samtakanna, þar á meðal tvo hershöfðingja, í árás sem var gerð í nótt á borgina Beit Lahia á norðurhluta Gasasvæðisins.

Í tilkynningu frá hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet kom fram að þau hefðu „útrýmt fimm hryðjuverkamönnum frá Hamas, þar á meðal Nukhba hershöfðingja og öðrum hershöfðingja sem tóku þátt í fjöldamorðinu 7. október” sem hratt af stað stríðinu á Gasasvæðinu á síðasta ári.

Fram kom einnig að vígamennirnir hefðu „fyrirskipað um morðin og mannránin á svæðinu Mefalsim“ sem er landnemabyggð í suðurhluta Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert