Sjötti ferðamaðurinn er látinn

Sjúkrahúsið í Bangkok á Taílandi þar sem áströlsku konurnar voru …
Sjúkrahúsið í Bangkok á Taílandi þar sem áströlsku konurnar voru lagðar inn. AFP/Chanakarn Laosarktham

Annar ungur ástralskur ferðamaður er látinn eftir að hafa, að því er talið er, drukkið mengað alkóhól á Laos.

Utanríkisráðherra Ástralíu greindi frá þessu.

„Allir Ástralar eru harmi slegnir vegna sorglegs fráfalls Holly Bowles,“ sagði Penny Wong í tilkynningu. „Bara í gær þá missti Holly bestu vinkonu sína, Biöncu Jones.“

„Ég veit að allir Ástralar munu geyma báðar fjölskyldurnar í hjörtum sínum,“ bætti hún við.

Bakpokaferðalangar 

Alls eru sex ferðamenn látnir eftir að hafa látist af völdum líklegrar metanóleitrunar á vinsælum ferðamannastað bakpokaferðalanga í norðurhluta Laos.

Þeir voru frá Ástralíu, Bretlandi, Danmörku og Bandaríkjunum.

Sá sem rekur gistiheimilið Nana Backpacker Hostel þar sem ferðamennirnir dvöldu hefur verið handtekinn og yfirheyrður af lögreglu, að sögn BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert