Trump mun ekki sæta refsingu

Trump var sakfelldur fyrir brotin í maí.
Trump var sakfelldur fyrir brotin í maí. AFP/Getty Images/Chip Somodevilla

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, mun ekki sæta refsingu fyrir að hafa falsað viðskiptaskjöl og greitt klámmyndakonunni Stormy Daniels mútugreiðslur. Hann var sakfelldur fyrir brotin í maí á þessu ári. 

Dómarinn í málinu ákvað í dag að fresta uppkvaðningu refsingar ótímabundið. Samkvæmt dagskrá átti að kveða upp dóminn 26. nóvember en áður var búið að fresta uppkvaðningunni tvisvar. 

Sigur fyrir verðandi forsetann

Lögfræðiteymi Trumps hafði barist fyrir því að dómurinn yrði ekki kveðinn upp áður en hann myndi taka við í Hvíta húsinu. 

Steven Cheung, talsmaður Trump, sagði þetta mikinn sigur fyrir verðandi forsetann. 

Lögfræðiteymi hans hafði jafnframt óskað eftir því að málinu yrði vísað frá vegna dóms Hæstaréttar um friðhelgi einkalífs. Saksóknari hafnaði þeirri beiðni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert