Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer nú fram í Bakú.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer nú fram í Bakú. AFP

Lagt er til að auðugir los­un­araðilar sem hafa verið á bak við los­un gróður­húsaloft­teg­unda í gegn­um tíðina skuld­bindi sig í að hjálpa fá­tæk­ari þjóðum að tak­ast á við hlýn­un jarðar með því að leggja fram að minnsta kosti 300 millj­arða Banda­ríkja­dala á ári fyr­ir árið 2035.

Þetta seg­ir í loka­drög­um samn­ings sem hef­ur verið lagður fram á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP29, sem nú fer fram í Bakú.

Fram­lög þró­un­ar­ríkja val­frjáls

Drög að samn­ingn­um höfðu birst áður og var þá upp­hæðin 250 millj­arðar banda­ríkja­dala en nú hef­ur samn­ing­ur­inn verið upp­færður og orðunum „að minnsta kosti“ bætt við.

Þá er ákvæði í samn­ingn­um að fram­lög þró­un­ar­ríkja, eins og Kína, séu val­frjáls.

Gengið út í dag

Þess ber að geta að samn­inga­menn smárra eyja og fá­tækra ríkja gengu út af fram­lengd­um samn­inga­fundi í dag þar sem því var haldið fram að hags­mun­ir þeirra um fjár­mál væru hunsaðir.

Við vor­um að ganga út. Við kom­um hingað á ráðstefn­una fyr­ir sann­gjarn­an samn­ing. Okk­ur líður eins og það hafi ekki verið hlustað á okk­ur, sagði Cedric Schuster, sem er frá Samóa-eyj­um og er stjórn­ar­formaður banda­lags smárra eyríkja, en ríkj­un­um staf­ar mik­il ógn af hækk­andi sjáv­ar­máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert