Rabbíni fannst myrtur

Zvi Kogan er ísraelskur og moldóvskur ríkisborgari.
Zvi Kogan er ísraelskur og moldóvskur ríkisborgari. Ljósmynd/Chabad.org

Rabbíni í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um var num­inn á brott og myrt­ur. Ísra­els­menn segja verknaðinn vera hryðju­verk sprottið af gyðinga­h­atri.

Zvi Kog­an, ísra­elsk­ur og moldóvsk­ur rík­is­borg­ari, hvarf í Dúbaí síðdeg­is á fimmtu­dag.

Ísra­elska leyniþjón­ust­an Mossad hóf rann­sókn eft­ir að grun­semd­ir vöknuðu um að hon­um hefði verið rænt af hryðju­verka­mönn­um.

Munu bregðast við með öll­um ráðum

Kog­an var sendi­full­trúi Chabad-hreyf­ing­ar gyðinga í Abú Dabí, þar sem hann bjó ásamt eig­in­konu sinni.

Ísra­el­ar sögðu í morg­un að yf­ir­völd í fursta­dæmun­um hefðu fundið lík Kog­ans. Þeir nefndu ekki þann ein­stak­ling sem ber ábyrgð á morðinu á Kog­an, en þjóðarör­ygg­is­ráð þeirra sagði á sunnu­dag að þeir teldu að hætta steðjaði að Ísra­el­um og gyðing­um á svæðinu.

„Ísra­els­ríki mun bregðast við með öll­um ráðum og tryggja rétt­læti gagn­vart þeim glæpa­mönn­um sem bera ábyrgð á dauða hans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyti Ísra­els.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert