Sex drepnir í skotárás á bar

Árásarmennirnir skutu á alla sem fyrir þeim urðu.
Árásarmennirnir skutu á alla sem fyrir þeim urðu. Ljósmynd/Colourbox

Að minnsta kosti sex voru drepnir í skotárás á bar í borginni Villahermosa í suðausturhluta Mexíkó í morgun og tíu særðust. AFP-fréttastofan greinir frá.

Vopnaðir menn komu inn á barinn og virtust vera að leita að ákveðnum einstaklingi en skutu á alla þá sem fyrir þeim urðu, að sögn saksóknara

Fimm fundust látnir á barnum en sjötta fórnarlambið lést á sjúkrahúsi.

Aðeins eru tvær vikur síðan svipuð skotárás átti sér stað í borginni Queretaro, í miðhluta Mexíkó, á svæði sem að mestu leyti hefur sloppið við ofbeldi sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar létust tíu og sjö særðust.

Ofbeldi hefur hins vegar verið að aukast í suðausturhluta landsins síðustu mánuði, en í Tabasco ríki, þar sem borgin Villahermosa er staðsett, voru 715 morð framin á tímabilinu frá janúar og fram í október, samanborið við 253 morð allt árið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert