Saksóknarar í máli manns sem er sakaður um að hafa leyft tugum ókunnugra manna að nauðga þáverandi eiginkonu sinni eftir að hann byrlaði henni ólyfjan, hafa farið fram á hámarksdóm yfir honum, eða 20 ár.
„Tuttugu ár er mikið, vegna þess að 20 ár af lífinu…en það er bæði mikið og of lítið. Það er of lítið ef horft er til alvarleika glæpanna sem voru framdir og endurteknir,“ sagði saksóknarinn Laure Chabaud í dómsalnum.
Réttarhöld yfir manninum, Dominique Pelicot, og 50 öðrum mönnum sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í ofbeldinu hafa staðið yfir frá því í byrjun september.