Fjögur lík fundust og þrír á lífi

Héraðsstjórinn Amr Hanafi talar við fólk sem lifði slysið af.
Héraðsstjórinn Amr Hanafi talar við fólk sem lifði slysið af. AFP

Björgunarfólk fann í morgun fjögur lík og þrjár manneskjur á lífi, degi eftir að bát hvolfdi undan ströndum Egyptalands.

Að sögn ríkisstjórans Amr Hanafi er níu manns enn saknað. Á meðal þeirra eru tveir belgískir ferðamenn og einn Egypti.

Viðbragðsaðilar sinna manni sem liggur á börum eftir slysið.
Viðbragðsaðilar sinna manni sem liggur á börum eftir slysið. AFP

Alls hefur 31 verið bjargað eftir að slysið varð en „leitaraðgerðir halda áfram að þeim níu sem enn er saknað“, sagði Hanafi.

Kennsl hafa ekki verið borin á líkin fjögur sem fundust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert