Forsætisráðherra Svíþjóðar vill að kínverska skipið Yi Peng 3, sem liggur við akkeri fyrir miðju Jótlandshafi á milli Svíþjóðar og Danmerkur, færi sig yfir til Svíþjóðar til að auðvelda rannsókn lögreglu.
Grunsemdir eru uppi um að áhöfn skipsins hafi rofið tvo sæstrengi í Eystrasalti dagana 17. og 19. nóvember.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að Svíar hefðu verið í sambandi við skipið og við Kína og hefðu óskað eftir því að skipið færði sig í átt til Svíþjóðar.
Hann lagði áherslu á að þetta væri ekki ásökun heldur væri ætlunin að „átta sig á því hvað gerðist“.
Sænska og finnska lögreglan hafa þegar hafið rannsókn á málinu og evrópskir embættismenn segjast hafa grunsemdir um að „skemmdarverk” hafi verið unnin sem tengjast innrás Rússa í Úkraínu.