Vilja að kínverska skipið fari til Svíþjóðar

Kínverska flutningaskipið Yi Peng 3.
Kínverska flutningaskipið Yi Peng 3. AFP

Forsætisráðherra Svíþjóðar vill að kínverska skipið Yi Peng 3, sem liggur við akkeri fyrir miðju Jótlandshafi á milli Svíþjóðar og Danmerkur, færi sig yfir til Svíþjóðar til að auðvelda rannsókn lögreglu.

Grun­semdir eru uppi um að áhöfn skipsins hafi rofið tvo sæ­strengi í Eystra­salti dagana 17. og 19. nóvember.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að Svíar hefðu verið í sambandi við skipið og við Kína og hefðu óskað eftir því að skipið færði sig í átt til Svíþjóðar.

Grunsemdir um skemmdarverk

Hann lagði áherslu á að þetta væri ekki ásökun heldur væri ætlunin að „átta sig á því hvað gerðist“.

Sænska og finnska lögreglan hafa þegar hafið rannsókn á málinu og evrópskir embættismenn segjast hafa grunsemdir um að „skemmdarverk” hafi verið unnin sem tengjast innrás Rússa í Úkraínu.

Yi Peng 3.
Yi Peng 3. AFP/Mikkel Berg Pedersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert