Vopnahlé verður samþykkt

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að ísraelska öryggismálaráðuneytið muni samþykkja vopnahlé við Hisbollah-samtökin í Líbanon.

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Um samkomulagið segir Netanjahú að ef Hisbollah-samtökin muni grípa aftur til vopna verði það brot á samningi og munu Ísraelar þá svara harðlega fyrir sig og gera árás.

Þá segir forsætisráðherrann einnig að að þó vopnahléi verði komið á þýði það ekki að Ísrael muni ekki gera árás sé þess þörf.

Forsætisráðherra Líbanons vill snöggar aðgerðir

Forsætisráðherra Líbanons, Najib Mikati, hefur nú kallað eftir því að alþjóðasamfélagið bregðist hratt við og að vopnahlé verði snögglega komið á laggir.

Segir hann að íbúar Beirút, höfuðborgar Líbanons, hafi þurft að þola nóg enda hafi þeir alltaf þurft að bera þyngstu byrði landsins í átökunum.

Mikati tjáði sig á miðlinum X fljótlega eftir yfirlýsingu Netanjahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert