Börn sættu illri meðferð í breskum skóla

Um 40 börn með námsörðugleika og alvarlegan geðrænan vanda þurftu …
Um 40 börn með námsörðugleika og alvarlegan geðrænan vanda þurftu að dúsa inni í herbergjunum. Ljósmynd/Colourbox

Myndir úr eftirlitsmyndavélum í skóla sem voru sendar BBC sýna hvernig börnum með einhverfu er ýtt inn í bólstruð herbergi, þeim fleygt niður í gólfið, þau tekin hálstaki eða skilin ein eftir eða þau látin sitja í ælu.

Myndirnar, sem koma úr Whitfield-skóla í norðausturhluta London, minna á pyntingar, að sögn eins sérfræðings sem BBC ræddi við. Þær sýna í fyrsta sinn opinberlega veruleikann sem börnin glímdu við.

Rannsókn lauk fyrr á þessu ári

Rannsókn lögreglunnar á því sem gerðist inni í sérstökum herbergjum til að róa nemendur niður á árunum 2014 til 2017 var látin niður falla fyrr á þessu ári, án ákæru. 

Foreldrar segjast engu að síður þurfa að takast á við eftirköst þeirrar illu meðferðar sem börnin sættu.

Breska lögreglan rannsakaði málið.
Breska lögreglan rannsakaði málið. AFP

Margir klukkutímar í senn 

Skólinn segir að ný stjórn hans hafi fundið myndefnið eftir að hætt var að nota herbergin og deildi hann því með lögreglunni.

Um 40 börn með námsörðugleika og alvarlegan geðrænan vanda þurftu að dúsa inni í herbergjunum í marga klukkutíma í senn, oftast án bæði matar og drykkjar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka