Sali Berisha, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarandstöðuleiðtogi Albaníu, var í dag látinn laus úr stofufangelsi þar sem hann var vistaður fyrir tæpu ári síðan.
Dómstóll gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi ákvað samþykkja beiðni Berisha og afturkalla stofufangelsi,“ segir í yfirlýsingu.
Ákærur á hendur hinum 80 ára gamla leiðtoga Lýðræðisflokks stjórnarandstöðunnar hafa hins vegar ekki verið felldar niður en Berisha var hnepptur í stofufangelsi 30. desember á síðasta ári fyrir að neita að mæta fyrir rétti í tengslum við spillingarrannsóknina.
Berisha og tveir aðrir, þar á meðal tengdasonur hans, voru ákærðir í október 2023 fyrir spillingu sem tengist einkavæðingu opinbers lands í höfuðborginni Tirana. Einkavæðingin átti sér stað árið 2008 á meðan hann var forsætisráðherra.
Hann hefur ávallt neitað sök og hefur kallað ásakanirnar pólitískar.