Íbúar fagna er þeir snúa aftur heim

Dýnur og vatn um borð í kerru.
Dýnur og vatn um borð í kerru. AFP/Anwar Amro

Vopnahlé í átökum Ísraels og Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna tók gildi klukkan tvö í nótt.

Mörg þúsund manns hafa látið lífið eða neyðst til að yfirgefa heimili sín í átökunum sem hafa staðið yfir í meira en ár.

Mikill farangur er meðferðis.
Mikill farangur er meðferðis. AFP/Nidal Solh

Þung umferð til Sidon

Frá því snemma í morgun hefur þung umferð verið á veginum sem liggur til borgarinnar Sidon í suðurhluta Líbanon en fjöldi fólks leggur leið sína aftur heim.

Bílarnir eru þéttsetnir og er mikill farangur meðferðis, ferðatöskur, dýnur og teppi. Íbúarnir fagna og má heyra bæði söng og bílflautur óma um svæðið.

Ísraelsher hefur varað íbúa í Suður-Líbanon við því að koma nálægt svæðum hersins og þeim þorpum sem hersveitir hafa fyrirskipað rýmingar í.

Fjöldi fólks snýr aftur heim er vopnahlé tekur gildi.
Fjöldi fólks snýr aftur heim er vopnahlé tekur gildi. AFP/Mahmoud Zayyat

Hamas reiðubúin að gera samning um vopnahlé

Hamas-hryðjuverkasamtökin segjast reiðubúin fyrir vopnahlé á Gasaströndinni eftir að vopnahlé í Líbanon var samþykkt.

„Við höfum upplýst samningamenn í Egyptalandi, Katar og Tyrklandi að Hamas sé reiðubúið að gera samkomulag um vopnahlé og gera raunverulegan samning um að skipta á föngum,“ sagði yfirmaður innan Hamas við AFP-fréttaveituna.

Sakaði hann þó Ísrael um að hindra slíka samninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert