Írakar og Kínverjar fagna vopnahléi

Karlmenn veifa fánum Hisbollah-samtakanna í líbönsku borginni Nabatieh í morgun.
Karlmenn veifa fánum Hisbollah-samtakanna í líbönsku borginni Nabatieh í morgun. AFP/Mahmoud Zayyat

Stjórnvöld í Írak og Kína hafa lýst ánægju sinni með vopnahléið sem tók gildi í nótt á milli Ísraels og Hisbollah-samtakanna í Líbanon.

Í yfirlýsingu sinni kallaði íraska utanríkisráðuneytið eftir „margföldum alþjóðlegum aðgerðum til að forðast stigmögnun á nýjan leik“ við landamæri Ísraels og Líbanon.

Einnig hvatti það til „alvarlegra og mikilvægra skrefa til að stöðva áframhaldandi fjöldamorð og brot gegn Palestínumönnum á Gasasvæðinu“.

Styðja tilraunir til að draga úr spennu

„Kínverjar fylgjast grannt með núverandi stöðu í Líbanon og Ísrael,“ sagði talskona utanríkisráðuneytis Kína, Mao Ning.

„Við styðjum allar tilraunir til að draga úr spennu og ná friði og fögnum samkomulaginu sem náðist um vopnahléið,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka