Ísraelsk stjórnvöld hafa tjáð Alþjóðaglæpadómstólnum að þau vilji áfrýja handtökuskipun sem dómurinn hefur gefið út á hendur forsætisráðherra landsins og fyrrverandi varnarmálaráðherra þess.
Auk þess krefjast þau þess að dómurinn skjóti handtökuskipuninni á frest þar til að áfrýjunardómstóll kemst að niðurstöðu í málinu, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu.
Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra og Jóav Gallant varnarmálaráðherra þar sem þeir eru grunaðir um glæpi gegn mannkyninu í stríðinu á Gasaströndinni sen hefur staðið yfir frá 7. október 2023.
Einnig var gefin út handtökuskipun á hendur Mohammed Deif, einum af yfirmönnum Hamas-samtakanna, sem réðust inn í Ísrael þann 7. október dag og tóku um 1200 manns af lífi og um 250 manns í gíslingu. Síðan þá hafa um 45 þúsund manns fallið á Gasa. Auk er talið að um þrjðú þúsund manns hafi fallið í
Ísraelsher heldur því reyndar fram að Deif hafi fallið í loftárás á Gasa í lok júlí.
Netanjahú og aðrir ísraelskir stjórnmálamenn fordæmdu ákvörðunina strax og forsætisráðherrann sakaði dómstólinn um gyðingaandúð. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna sem eru helstu samherja Ísraelsmanna, fordæmdi ákvörðunina.
„Ef dómstóllinn hafnar þessari beiðni sýnir hann vinum Ísraels í Bandaríkjunum og um víða veröld hversu hlutdrægur Alþjóðaglæpadómstóllinn er gagnvart Ísraelsríki,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda.
Dómstóllinn á enn eftir að bregðast við en Fadi El-Abdallah, talsmaður dómstólsins sagði við blaðamenn í dag: „Ef áfrýjunarbeiðni er send er það dómaranna að ákveða.“
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, hafa sagst virða handtökuskipunina.