Japanskur maður hefur verið handtekinn fyrir að brjótast inn á liðlega þúsund heimili til þess að slaka á.
Maðurinn var gripinn að verki af lögreglu á lóð í borginni Dazaifu í suðurhluta Japans í dag.
Maðurinn sem er 37 ára sagði við fjölmiðilinn Mainichi Shibun að innbrot væru áhugamál hans:
„Að brjótast inn á heimili annarra er mitt áhugamál og ég hef gert það liðlega þúsund sinnum.
Ég verð svo uppveðraður að lófarnir mínir byrja að svitna þegar ég velti fyrir mér hvort einhver gómi mig eða ekki, það er leið til þess að slaka á,“ sagði maðurinn í samtali við fjölmiðilinn.