Tvö flugóhöpp sama daginn

Flugvél frá American Airlines.
Flugvél frá American Airlines. AFP/Joe Raedle

Tveir flugmenn bandaríska flugfélagsins Cape Air voru fluttir á slysadeild til skoðunar eftir að dráttarbíl var ekið á flugvél þeirra á Logan-flugvelli í Boston á mánudagskvöld.

Að sögn Cape Air voru þrír farþegar og tveir úr áhöfn um borð í flugvélinni, sem kom frá eyjunni Nantucket. 

Dráttarbíllinn var að færa til tóma flugvél frá flugfélaginu JetBlue þegar hann lenti á afturhluta Cape Air-vélarinnar klukkan 18.15 að staðartíma, að því er Massport greindi frá.

Fram kemur í frétt CBS að dráttarbíllinn hafi verið tekinn úr umferð og að flugvélar JetBlue og Cape Air muni gangast undir ítarlega skoðun.

Vængir rákust saman í öðru óhappi

Fyrr þennan sama dag rákust vængir flugvéla American Airlines og Frontier Airlines saman á flugbraut Logan-flugvallar. Bandarísk flugmálayfirvöld rannsaka óhappið. Fram kemur að það hafi gerst þegar verið var að draga flugvél American Airlines og rakst hún þá í hina vélina.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka