Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Charles Kushner sem sendiherra í Frakklandi en Kushner er faðir tengdasonar Trumps.
Trump segir á samfélagsmiðlum að Kushner sé „frábær viðskiptaleiðtogi, mannvinur og samningamaður, sem mun vera sterkur talsmaður í forsvari fyrir okkar land og hagsmuni þess.“
Forsetinn verðandi bætir við að þeir Kushner hafi áður unnið náið saman á frysta kjörtímabili Trumps.
Charles Kushner er faðir Jareds Kusners, tengdasonar Trumps, en hann sá er giftur Ivönku Trump.
Í desember 2020, þegar Trump var á útleið úr Hvíta húsinu eftir að hafa tapað gegn Joe Biden í forsetakosningum, náðaði Trump m.a. Charles Kushner sem hafði játað fyrir dómi að hafa svikið undan skatti og haft afskipti af vitni árið 2004.