Trudeau heimsótti Trump í Flórída

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórída í dag.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórída í dag. AFP/Chandan Khanna

Don­ald Trump seg­ir að óvænt­ur fund­ur með Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, í Flórída­ríki í Banda­ríkj­un­um í dag hafi verið „mjög ár­ang­urs­rík­ur“.

Trump hótaði í vik­unni að leggja sér­staka tolla á inn­flutt­ar vör­ur frá Mexí­kó, Kan­ada og Kína.

Í kjöl­far fund­ar­ins við for­sæt­is­ráðherr­ann kanadíska sagði Trump á eig­in sam­fé­lags­miðli, Truth Social, að hann hafi átt „mjög af­kasta­mik­inn fund með Just­in Trudeau for­sæt­is­ráðherra“.

Þeir hafi rætt mál­efni á borð við „fenta­nýl- og eit­ur­lyfja­vand­ann sem hef­ur kostað svo mörg manns­líf í kjöl­far aðflutn­ings ólög­legra inn­flytj­enda.“

Hann bætti við: „Trudeau for­sæt­is­ráðherra hef­ur skuld­bundið sig til að vinna með okk­ur til að binda enda á þessa skelfi­legu eyðilegg­ingu banda­rískra fjöl­skyldna.“

25% toll­ar á ná­grannaþjóðirn­ar

Trump hef­ur kennt Kan­ada og Mexí­kó um að hafa ekki stemmt stigu við straumi ólög­legra inn­flytj­enda og hann kenn­ir þeim og Kína um fíkni­efna­vand­ann í Banda­ríkj­un­um.

Til­kynnti hann í vik­unni að hann ætli sér að setja 25% toll á inn­flutn­ing frá Kan­ada og Mexí­kó og 10% toll á inn­flutn­ing frá Kína, ef þjóðirn­ar myndu ekki taka á fíkni­efna- og fólks­flutn­inga­vand­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka