Ákveða um gæsluvarðhald yfir Watson

Paul Watson árið 2015.
Paul Watson árið 2015. AFP/Miguel Medina

Grænlenskur dómstóll mun í dag ákveða hvort fjögurra mánaða gæsluvarðhald yfir aðgerðasinnanum Paul Watson verður framlengt.

Ekki er búið að ákveða hvort hann verður framseldur til Japans.

Þetta verður í sjötta sinn sem ákvörðun verður tekin um gæsluvarðhald yfir Watson eftir að hann var handtekinn í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í júlí.

Aðgerðasinnar í París krefjast lausnar hans úr fangelsi.
Aðgerðasinnar í París krefjast lausnar hans úr fangelsi. AFP/Grégoire Campione

Saksóknarinn Mariam Khalil sagði AFP að hún hefði óskað eftir því að gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur.

Lögmaður Watsons krefst þess aftur á móti að honum verði sleppt lausum.

Watsons, sem er 74 ára í dag, var handtekinn vegna handtökuskipunar í Japan frá árinu 2012. Þar var hann sakaður um skemmdarverk á hvalveiðiskipi á Suðurskautinu árið 2010 og fyrir að slasa hvalveiðimann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka