Flest börn misst útlimi á Gasasvæðinu

Barn í búðum í al-Zaywayda á Gasasvæðinu fyrir Palestínumenn sem …
Barn í búðum í al-Zaywayda á Gasasvæðinu fyrir Palestínumenn sem hafa misst heimili sín. AFP/Bashar Taleb

Sameinuðu þjóðirnar segja að flest börn miðað við höfðatölu hafi misst útlimi á Gasasvæðinu í heiminum.

Stríðið á svæðinu á milli Ísraels og Hamas-samtakanna hefur staðið yfir í rúmt ár.

„Flest börn miðað við höfðatölu hafa misst útlimi sína á Gasasvæðinu en á nokkrum öðrum stað í heiminum,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Hann bætti við að mörg barnanna hefðu þurft að gangast undir aðgerðir, jafnvel án deyfingar, eftir að hafa misst útlimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka