Kínverjar heita stuðningi við Sýrland

Uppreisnarmenn í sýrlenska bænum Azaz í gær.
Uppreisnarmenn í sýrlenska bænum Azaz í gær. AFP/Rami al Sayed

Kínverjar sögðust í morgun „styðja aðgerðir Sýrlands til að viðhalda þjóðaröryggi og stöðugleika“ eftir að uppreisnarmenn sölsuðu undir sig borgina Aleppo.

„Kína er tilbúið til að grípa til jákvæðra aðgerða til að koma í veg fyrir að ástandið í Sýrlandi versni enn frekar,“ sagði Lin Jian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti fundaði með utanríkisráðherra Írans í gær. Eftir fundinn lagði Assad áherslu á að fá stuðning frá samherjum sínum „til að takast á við hryðjuverkaárásir sem njóta stuðnings erlendra ríkja“.

Bashar al-Assad.
Bashar al-Assad. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert