Úkraínumenn sögðu í morgun að aðild að NATO væri það eina sem tryggði þeim öryggi gegn Rússum.
„Við erum sannfærð um að það eina sem tryggir Úkraínu alvöru öryggi, auk þess sem það felur í sér fælingarmátt gegn frekari árásum Rússa gegn Úkraínu og öðrum ríkjum, sé full aðild Úkraínu að NATO,“ sagði í yfirlýsingu úkraínska utanríkisráðuneytisins fyrir fund utanríkisráðherra ríkja sem eru í NATO.