Herlögin í gildi þar til forsetinn segi annað

Almenningur hefur fjölmennt fyrir utan þinghúsið til að mótmæla herlögunum.
Almenningur hefur fjölmennt fyrir utan þinghúsið til að mótmæla herlögunum. AFP/Anthony Wallace

Suðurkóreski herinn segir herlögin sem forseti landsins, Yoon Suk Yeol, setti á fyrr í dag vera í gildi þar til að Yoon segi annað.

Yfirlýsing hersins kemur skömmu eftir að allir þeir 190 þingmenn af 300 sem viðstaddir voru greiddu atkvæði með að fella úr gildi herlög sem Yoon setti á. 

Víða fylgst með þróuninni

Eftir ákvörðun Yoon stöðvaði her landsins starfsemi þingsins, girti þinghúsið af og sjá mátti herþyrlur lenda á þaki þinghússins.

Samkvæmt herlögunum mátti handtaka hvern þann sem framfylgdi ekki herlögum landsins án heimildar. Lögin ná einnig til fjölmiðla í landinu.

Talsmenn Hvíta hússins í Bandaríkjunum segjast fylgjast með gangi mála en að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu ekki verið upplýst fyrir fram um ákvörðun Yoon.

Þá sagði talsmaður Sameinuðu þjóðanna að stofnunin væri einnig að fylgjast með og að málið veki ugg.

Talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta tók í sama streng og talsmaður SÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert