Rannsaka skemmdir á netköplum í Finnlandi

Finnska höfuðborgin Helsinki. Skemmdir á ljósleiðaraköplum milli Finnlands og Svíþjóðar …
Finnska höfuðborgin Helsinki. Skemmdir á ljósleiðaraköplum milli Finnlands og Svíþjóðar eru nú til rannsóknar. AFP/ Heikki Saukkomaa

Skemmdir á tveimur ljósleiðaraköplum milli Finnlands og Svíþjóðar eru nú til rannsóknar í Finnlandi og skrifar Lulu Ranne fjarskiptaráðherra landsins á samfélagsmiðilinn X að málið sé litið alvarlegum augum en skemmdirnar á köplunum eru á þurru landi.

Telur finnska lögreglan að saknæm háttsemi liggi að baki tjóninu og hefur ríkisstjórn landsins verið tilkynnt um málið auk hersins og finnsku póst- og fjarskiptastofnunarinnar.

Málið litið alvarlegum augum

Rekstraraðili kaplanna er fjarskiptafyrirtækið Global Connect sem greinir frá því að reikna megi með að viðgerð taki minnst tvo sólarhringa en netsambandi að hluta hefur þó verið komið á að nýju.

„Við lítum málið alvarlegum augum. Finnska lögreglan hefur málið nú til rannsóknar og rannsakar það sem skemmdarverk,“ segir Carl-Oskar Bohlin varnarmálaráðherra við sænska ríkisútvarpið SVT og lætur þess að auki getið að ríkisstjórnin fylgist enn fremur með málinu í samstarfi við þær stofnanir sem hlut eiga að máli.

Uppfært kl. 10:24:

Málið er ekki lengur rannsakað sem skemmdarverk þar sem nú hefur komið í ljós að skemmdirnar á köplunum urðu við jarðvinnuframkvæmdir.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert