Yoon dregur í land

Málið hefur valdið fjaðrafoki í landinu en ákvörðun Yoon um …
Málið hefur valdið fjaðrafoki í landinu en ákvörðun Yoon um að setja á herlög er talin vera sökum pattstöðu í umræðu þingsins um fjárlög komandi árs. AFP/Anthony Wallace

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, mun aflétta herlögum í landinu. 

„Fyrir stuttu krafðist þingið að neyðarástandi yrði aflétt. Við höfum dregið hermennina til baka sem voru sendir til að framfylgja herlögunum. Við munum samþykkja beiðni þingsins að aflétta herlögum á ríkistjórnarfundi,“ sagði Yoon.

Eft­ir ákvörðun Yoon stöðvaði her lands­ins starf­semi þings­ins, girti þing­húsið af og sjá mátti herþyrl­ur lenda á þaki þing­húss­ins. Suðurkór­eski her­inn sagði fyrr í dag her­lög­in gildi þar til að Yoon segi annað.

Þingið felldi herlögin

Málið hefur valdið fjaðrafoki í landinu en ákvörðun Yoon um að setja á herlög er talin vera sökum pattstöðu í umræðu þingsins um fjárlög komandi árs.  

Formaður Lýðræðis­flokks­ins sem sit­ur í stjórn­ar­and­stöðu, Lee Jae-myung, sagði ákvörðun Yoon á skjön við stjórn­ar­skrá Suður-Kór­eu. Hann boðaði til þing­fund­ar þar sem all­ir þeir 190 þing­menn af 300 sem viðstadd­ir voru á suðurkór­eska þing­inu greiddu at­kvæði með að fella úr gildi her­lögin.

Stjórnarandstaða landsins er með meirihluta í þinginu. 

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu.
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert