Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, mun aflétta herlögum í landinu.
„Fyrir stuttu krafðist þingið að neyðarástandi yrði aflétt. Við höfum dregið hermennina til baka sem voru sendir til að framfylgja herlögunum. Við munum samþykkja beiðni þingsins að aflétta herlögum á ríkistjórnarfundi,“ sagði Yoon.
Eftir ákvörðun Yoon stöðvaði her landsins starfsemi þingsins, girti þinghúsið af og sjá mátti herþyrlur lenda á þaki þinghússins. Suðurkóreski herinn sagði fyrr í dag herlögin gildi þar til að Yoon segi annað.
Málið hefur valdið fjaðrafoki í landinu en ákvörðun Yoon um að setja á herlög er talin vera sökum pattstöðu í umræðu þingsins um fjárlög komandi árs.
Formaður Lýðræðisflokksins sem situr í stjórnarandstöðu, Lee Jae-myung, sagði ákvörðun Yoon á skjön við stjórnarskrá Suður-Kóreu. Hann boðaði til þingfundar þar sem allir þeir 190 þingmenn af 300 sem viðstaddir voru á suðurkóreska þinginu greiddu atkvæði með að fella úr gildi herlögin.
Stjórnarandstaða landsins er með meirihluta í þinginu.