„Heimurinn logar“

Tom Fletcher heldur á skýrslu um mannúðaraðstoð fyrir næsta ár.
Tom Fletcher heldur á skýrslu um mannúðaraðstoð fyrir næsta ár. AFP/Elodie Le Maou

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja þörf á 47 millj­örðum banda­ríkja­dala í neyðaraðstoð á næsta ári.

Þær segja að mörg hundruð millj­ón­ir manna þurfi á aðstoðinni að halda vegna átaka í heim­in­um og lofts­lags­vand­ans.

„Heim­ur­inn log­ar,“ sagði nýr mannúðar­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Tom Fletcher, við blaðamenn í Genf og kvaðst jafn­framt horfa kvíðinn til árs­ins 2025.

Stríðsátök hafa verið mik­il, meðal ann­ars á Gasa­svæðinu, í Úkraínu og Súd­an, auk þess sem lofts­lags­breyt­ing­ar og öfga­fullt veðurfar hafa haft mik­il áhrif. Sam­einuðu þjóðirn­ar reikna með því að 305 millj­ón­ir manna víðs veg­ar um heim­inn muni þurfa á ein­hvers kon­ar neyðaraðstoð að halda á næsta ári.

„Við erum að glíma við margþætt vanda­mál í ver­öld­inni og fólkið sem er mest ber­skjaldað í heim­in­um lend­ir verst í þessu,“ sagði Fletcher.

Sam­einuðu þjóðirn­ar og aðrar mannúðar­stofn­arn­ir óskuðu á sama tíma í fyrra eft­ir ör­lítið meira fjár­magni í neyðaraðstoð fyr­ir þetta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert