Stakk fjölda fólks í miðborginni

Skotum var hleypt af skammt frá 7-Eleven búð.
Skotum var hleypt af skammt frá 7-Eleven búð. AFP/Patrick T. Fallon

Lögreglan í Kanada hefur skotið mann sem er grunaður um að hafa stungið fjölda fólks í miðborg Vancouver í dag.

Lögreglan kveðst hafa fengið útkall um „ofbeldisfullt atvik“.

Tveir fluttir af vettvangi

Sjónarvottar sem ræddu við CBC segir að skotum hafi verið hleypt af skammt frá 7-Eleven búð. Segja þeir tvo hafa verið flutta af vettvangi með sjúkrabílum.

Viðbragðsaðilar eru enn með viðveru á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert