Lögreglan í Kanada hefur skotið mann sem er grunaður um að hafa stungið fjölda fólks í miðborg Vancouver í dag.
Lögreglan kveðst hafa fengið útkall um „ofbeldisfullt atvik“.
Vancouver Police are responding to a violent incident near Robson and Hamilton. A number of people have been stabbed, and the suspect has been shot by police. We’ll provide more info when it’s available. pic.twitter.com/9qSn12Y4kl
— Vancouver Police (@VancouverPD) December 4, 2024
Sjónarvottar sem ræddu við CBC segir að skotum hafi verið hleypt af skammt frá 7-Eleven búð. Segja þeir tvo hafa verið flutta af vettvangi með sjúkrabílum.
Viðbragðsaðilar eru enn með viðveru á vettvangi.