Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan þinghús Suður-Kóreu í morgun og kröfðust afsagnar forseta landsins, sem setti á herlög í gær. Þau voru síðar dregin til baka.
Mikil ringulreið hefur skapast í landinu eftir uppákomuna.
Stjórnarandstaðan í landinu hefur þegar lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol um embættisbrot. Líklega verður kosið um hana síðar í vikunni.
Þúsundir mótmælenda í höfuðborginni Seúl veifuðu spjöldum þar sem þeir kröfðust afsagnar Yoon. Stuðningsmenn Yoon hafa einnig safnast saman í borginni.