Kim Yong-hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, hefur lagt fram afsagnarbréf sitt vegna ringulreiðarinnar sem hefur skapast í landinu eftir að forsetinn Yoon Suk Yeol setti á herlög. Þeir tveir eru nánir samstarfsmenn.
„Mér þykir þetta leitt og tek fulla ábyrgð á þeirri ringulreið og þeim ruglingi sem fólk hefur upplifað í tengslum við herlögin […] Ég hef tekið fulla ábyrgð á öllum málum sem tengjast herlögunum og hef afhent forsetanum afsagnarbréf mitt,“ sagði Kim í tilkynningu.