Barnier segir af sér: Starfsstjórn skipuð

Barnier situr nú í starfsstjórn.
Barnier situr nú í starfsstjórn. AFP/Alain Jocard

Michel Barnier baðst lausnar sem forsætisráðherra Frakklands í dag eftir að þingið lýsti yfir hann vantrausti í gær. Frakklandsforseti hefur orðið við beiðninni en beðið hann um að sitja áfram í starfsstjórn þar til að ný ríkisstjórn tekur við.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembætti Frakklands.

Barnier baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt í dag til Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem samþykkti að verða við beiðninni en bað ríkisstjórnina um að sitja áfram í starfsstjórn.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP/Ludovic Marin

Ríkisstjórnin situr sem starfsstjórn

Barnier og ráðherrar hans „munu áfram sinna daglegum störfum þar til ný ríkisstjórn hefur verið skipuð“, sagði í yfirlýsingunni.

Van­traustið var lagt fram á hend­ur Barnier eft­ir að hann nýtti sér grein 49.3 í stjórn­ar­skrá Frakka til að þvinga fjár­lög í gegn­um þingið.

Grein­in ger­ir rík­is­stjórn­inni heim­ilt að samþykkja frum­varp án viðkomu í þjóðþing­inu, en skyldu þing­menn mót­mæla því, sem þeir gerðu, þá geta þeir lagt fram van­traust­stil­lögu á hend­ur ráðherr­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert