Flugvélar sveiflast um í storminum

Frá Heathrow-flugvelli í Bretlandi.
Frá Heathrow-flugvelli í Bretlandi. AFP

Krefjandi aðstæður hafa myndast fyrir flugmenn sem hyggjast lenda flugvélum á Heathrow-flugvellinum í London vegna stormsins Darragh og hefur einu flugi Icelandair verið aflýst í dag vegna veðurs þar á bæ.

Sjá má í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) hvernig vélarnar sveiflast til í vindhviðum stormsins við lendingu á vellinum.

Einu flugi aflýst hjá Icelandair

Þá voru nokkrar sem ekki gátu lent í fyrstu tilraun og tóku því aftur á loft til að reyna lendingu aftur síðar.

Truflanir hafa verið víða um Bretland vegna óveðursins og greinir BBC frá að járnbrautir, vegir og flugvellir hafi orðið fyrir áhrifum Darragh.

Þá eru tugir þúsunda manna í landinu án rafmagns.

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að einu flugi til Heathrow-flugvallarins í London hefði verið aflýst í dag vegna veðurs. 

Annað flug var á áætlun klukkan 16.20 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert