Sýrlenskir uppreisnarmenn réðust inn í úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs úr norðri og austri fyrr í dag. Borgin er sú þriðja stærsta í landinu.
Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar.
Uppreisnarmennirnir hófu fyrstu stórsókn sína í mörg ár í síðustu viku og náðu Aleppo og síðar Hama á sitt vald. Þeir nálgast höfuðborgina Damaskus.