Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að fjölbýlishús hrundi að hluta til eftir sprengingu og eld í hollensku borginni Haag í gær.
Björgunaraðilar hafa leitað fórnalamba í rústunum í alla nótt en enn er óljóst hversu margir gætu enn verið grafnir undir rústunum.
Lögreglan rannsakar enn hugsanlegar orsakir sprengingarinnar sem varð snemma í gærmorgun.
Fjórir særðir voru í gær fluttir á sjúkrahús og var einn þeirra dreginn lifandi úr rústunum 12 klukkutímum eftir sprenginguna. Tveir þeirra sem liggja á sjúkrahúsi eru í alvarlegu ástandi en hinir tveir eru á batavegi að sögn yfirvalda í Haag.
Lögreglan hefur beðið vitni að gefa sig fram og hefur hún sérstakan áhuga á að ná tali af ökumanni bifreiðar sem sást keyra í burtu frá vettvangi skömmu eftir sprenginguna.
Þriggja hæða byggingin samanstóð af verslunum á jarðhæðum og fimm tveggja hæða íbúðum, að sögn yfirvalda, með stofum á annarri hæð og svefnherbergjum efst.