Einn í haldi lögreglu: Fundu hljóðdeyfi og fölsuð skilríki

Brian Thompson var myrtur við Midtown Hilton-hótelið 4. desember.
Brian Thompson var myrtur við Midtown Hilton-hótelið 4. desember. AFP

Lögreglan í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki er með karlmann í haldi vegna morðsins á Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, sem var skotinn til bana í New York í síðustu viku.

CNN greinir frá því að lögregla hafi fengið ábendingu í málinu sem leiddi hana á spor karlmanns sem var að ferðast með rútu og hafði í fórum sínum hljóðdeyfi og fölsuð skilríki. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar þar sem hann sætir yfirheyrslu.

Ekki greint frá nafni eða tildrögum

Áður hefur verið greint frá að lögreglumenn sem eru að rannsaka morðið væru komnir til Georgíuríkis í leit að morðingjanum en leit að honum hefur staðið yfir í fimm daga.

Þá hefur lögreglan enn ekki veitt upplýsingar um nafn hins grunaða eða hver voru tildrög árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert