Eldgos hófst á Filippseyjum í morgun og steig stórt og mikið öskuský til himins. Stjórnvöld í landinu hafa hvatt íbúa í nærliggjandi þorpum til að yfirgefa heimili sín.
Eldfjallið Kanlaon á eyjunni Negros er eitt af 24 virkum eldfjöllum á Filippseyjum.
MANILA, Philippines — Kanlaon Volcano in Negros Island erupted Monday, the Philippine Institute of Volcanology and Seismology (Phivolcs) said.
— The Manila Times (@TheManilaTimes) December 9, 2024
READ: https://t.co/nte99zTse0 pic.twitter.com/xxl1UO3QdF
Eldgosið hófst um sjöleytið í morgun, að því er kom fram í tilkynningu frá Eldgosa- og jarðskjálftastofnun Filippseyja.
Þar eru allir sem eru í sex kílómetra radíus frá tindi eldfjallsins hvattir til að yfirgefa heimili sín.