Forsetinn kominn í farbann

Yoon Suk Yeol flytur ræðu í Seúl.
Yoon Suk Yeol flytur ræðu í Seúl. AFP

Dómsmálaráðuneyti Suður-Kóreu hefur sett forsetann Yoon Suk Yeol í farbann.

Lögreglan í landinu rannsakar hann vegna tilraunar til byltingar eftir að hann setti á herlög í landinu.

Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti að Yoon hefði verið settur í farbann er hann svaraði þingmanni sem spurði á þinginu hvort honum hefði verið bannað að yfirgefa landið.

„Já, það er rétt,“ sagði Bae Sang-up, starfsmaður dómsmálaráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert