Hinn grunaði handtekinn og nafngreindur

Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson.
Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson. Skjáskot úr eftirlitsmyndavél/Lögreglan í New York

Luigi Mangione, 26 ára gamall karlmaður, hefur verið handtekinn og er grunaður um að hafa ráðið af dögum Brian Thompson, forstjóra stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götum New York í síðustu viku.

Frá þessu greinir Jessica Tisch, lögreglustjóri í New York.

Mangione var handtekinn í Pennsylvaníu, um 500 kílómetrum frá New York, eftir að starfsmaður McDonald's í bænum Altoona kom auga á hann og taldi hann vera grunsamlegan. Á föstudaginn í síðustu viku birti lögreglan einmitt myndir af Mangione.

Fannst með skammbyssu með hljóðdeyfi

Lögreglan er með hann í varðhaldi í Altoona og yfirheyrir hann þar.

Mangione fannst með skammbyssu með hljóðdeyfi, en Thompson, forstjóri UnitedHealthCare, var einmitt skotinn til bana á miðvikudaginn með skammbyssu sem var með hljóðdeyfi.

Dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að í fórum hans hafi verið fölsuð skilríki í líkingu við þau sem byssumaðurinn notaði í aðdraganda morðsins ásamt einskonar stefnuyfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi sjúkratryggingaiðnaðinn í Bandaríkjunum.

Óbeit á stórfyrirtækjum

Rannsóknarlögreglumenn frá New York eru á leiðinni til Altoona til þess að ræða við hinn grunaða.

Joseph Kenny, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar í New York, segir að hann hafi fundist með hluti á sér þar sem lýst er óbeit á stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum.

Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum …
Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum grunaða. Samsett mynd/Lögreglan í New York
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert