Mexíkóskur þingmaður skotinn til bana

Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan mexíkóska þinghúsið.
Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan mexíkóska þinghúsið. AFP/Yuri Cortez

Mexíkóskur þingmaður sem var hluti af samsteypustjórn landsins var skotinn til bana í ríkinu Veracruz í gær.

„Benito Aguas Atlahua er látinn af völdum sára sem hann hlaut eftir skotárás,“ sagði í tilkynningu frá embætti saksóknara í landinu.

Lík karlmanns, Agustin Linares, fannst einnig á vettvangi árásarinnar í sveitarfélaginu Zongolica.

Ekkert hefur komið nánar fram um árásina eða hverjir eru grunaðir um verknaðinn. 

Atlahua var hluti af Græningjaflokki Mexíkó sem var hluti af samsteypustjórn landsins sem stjórnar þingi landsins, ásamt Verkamannaflokknum og Morena, flokki forsetans Claudia Sheinbaum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert