Swift seldi miða fyrir rúma 2 milljarða dala

Taylor Swift á sviðinu á tónleikum í Miami Gardens á …
Taylor Swift á sviðinu á tónleikum í Miami Gardens á Flórída í október. Alls kom hún fram á 149 tónleikum á tónleikaferðinni Eras. AFP/Chandan Khanna

Bandaríska poppsöngkonan og lagahöfundurinn Taylor Swift hefur í tæp tvö ár ferðast um heiminn og haldið samtals 149 tónleika undir yfirskriftinni Eras.

Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Arizona í Bandaríkjunum 17. mars 2023 og þeir síðustu í Vancouver í Kanada á sunnudag. Í kjölfarið staðfesti framleiðslufyrirtæki söngkonunnar við dagblaðið New York Times að samtals hefðu selst miðar fyrir rúma 2 milljarða dala eða nákvæmlega 2.077.618.725 dali. Það jafngildir um 280 milljörðum króna.

Þetta er tvöfalt hærri tala en nokkur annar listamaður getur státað af. Sá sem hefur komist næst henni er breski tónlistarmaðurinn Elton John sem seldi miða fyrir 939 milljónir dala á kveðjutónleikaferð sinni sem stóð yfir í fimm ár.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert